Fyrstu bekkingjum boðið á skólatónleika í Hofi
Í desember 2014 var nemendum í 1. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar boðið á sérstaka skólatónleika Norðurljósanna í Hofi Menningarhúsi. Um 250 nemendur þáðu boðið og mættu á tónleikana með kennurum sínum. Sumir voru að koma í Hof í fyrsta skipti og margir höfðu aldrei séð svona stóra hljómsveit á sviði með litríkum ljósum og öllu tilheyrandi.
Söngvararnir Magni Ásgeirsson, Birgitta Haukdal, Óskar Pétursson og Helga Möller tóku vel á móti krökkunum.
Myndir frá Fésbókarsíðu Hofs.