Fyrsti vetrardagur í Tjarnarborg

Þrjár konur úr Fjallabyggð sýna verk sín í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, laugardaginn 21. október næstkomandi. Opið frá klukkan 13-17. Sýnendur eru: Arnfinna Björnsdóttir bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Helena Reykjalín Jónsdóttir saumakona og Hulda Gerður Jónsdóttir hannyrðakona.

Arnfinna Björnsdóttir verður með sínar kunnu klippimyndir frá Siglufirði frá síldarárunum. Einnig tekur Arnfinna með sér kertastjaka sem hún hefur verið að gera úr fjörugrjóti ásamt hekluðum hannyrðavörum.