Fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig í gær í Ólafsfirði en ekkert í miklu magni. Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur útbúið skíðagöngubraut við Íþróttahúsið í Ólafsfirði og er búið að troða lítinn hring þar fyrir áhugasama.

Það er spáð hita næstu daga en kólnar aftur í lok vikunnar og einnig gæti þá snjóað meira. Það er von manna að þetta spor endist eitthvað áfram næstu daga.