Fyrsti sigur Tindastóls

Tindstóll hefur átt erfitt mót í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar, en liðið var án sigurs 5 umferðir. Liðið mætti Vestra á Sauðárkróksvelli í gær, Stólarnir voru með 0 stig fyrir leikinn en Vestri með 5 stig. Liðin mættust einnig í fyrra og hafði þá Tindastóll sigur á heimavelli 2-1 og gerðu svo liðin 2-2 jafntefli fyrir vestan.

Fyrsta mark leiksins var heimamanna og kom það á 27. mínútu, markið gerði Fannar Örn Kolbeinsson og var það hans fyrsta á leiktíðinni. Staðan var svo 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu skoraði Fannar Örn aftur og staðan orðin vænlega fyrir heimamenn. Tindastóll náði að halda hreinu í þessum leik og unnu góðan 2-0 sigur og eru komnir með 3 stig og eru í 11. sæti eftir 6 leiki.