Knattspyrnufélag Fjallabyggðar leikur sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í 2. deild í dag á Reyðarfirði við heimamenn í KFA, Knattspyrnufélag Austfjarða. Leikið verður í Fjarðabyggðarhöllinni og hefst leikurinn kl. 14:00.
Í þessari 12 liða deild þá eru aðeins 4 lið af höfuðborgarsvæðinu, en önnur lið koma af landsbyggðinni. Mikið er um ferðalög fyrir liðin í þessari deild og kostnaður eftir því. Mörg góð lið eru í deildinni og hefur reynst liðum erfitt að komast upp í næstu deild, ef liðin fara ekki strax upp aftur eftir fall úr 1. deildinni.
KFA endaði í 10. sæti í 2. deild í fyrra, tveimur stigum frá falli en liðið vann ekki leik í síðustu 5 umferðum. KF var nokkru ofar eða í 8. sæti. Liðin mættust í vor í Lengjubikarnum og hafði þá KFA sigur.
Það verður spennandi að fylgjast með KF í sumar í öllum 22 leikjunum sem framundan eru. Nýr þjálfari, margir nýjir leikmenn og sterkir leikmenn farnir. Töluverð óvissa er því um gengi liðsins í sumar.
Í samstarfi við ChitoCare Beauty og mögulega fleiri styrktaraðila verður vegleg umfjöllun eftir alla leiki KF í sumar og verður einnig upphitun fyrir valda heimaleiki með sérstakri umfjöllun.
Skráðu þig á póstlistann hjá ChitoCare Beauty og fáðu 15% afslátt af fyrstu kaupum.