Fyrsti heimaleikur KF í 1. deild karla í knattspyrnu fer fram laugardaginn 25. maí klukkan 14:00 á Ólafsfjarðarvelli. Gestirnir eru KA frá Akureyri. KA er með fjögur stig en heimamenn eitt eftir tvær umferðir. Nú er um að gera að skella sér á völlinn og hvetja KF til sigurs.

Ársmiðasala er í fullum gangi. Hægt er að snúa sér að næsta meistaraflokks eða 2.flokks leikmanni ásamt stjórnarmönnum til að panta ársmiða fyrir leikinn á laugardaginn. Einnig er hægt að senda póst á roberth@ismennt.is eða torris@simnet.is

Áfram KF