Umfjöllun um leiki KF eru í boði Siglufjarðar apóteks og ChitoCare Beauty. ChitoCare Beauty hefur bæst við sem aðalstyrktaraðili við umfjallanir um KF. Kynntu þér allar vörurnar á Chitocare.is. Pantaðu lyfin beint af netinu hjá Siglufjarðar Apóteki.

Fyrsti heimaleikur Knattspyrnufélags Fjallabyggðar á Íslandsmótinu í 2. deildinni er í dag kl. 16:00 gegn Leikni Fáskrúðsfirði og fylgir því alltaf eftirvænting stuðningsmanna og leikmanna. Áhorfendur eru loksins leyfðir og samkvæmt gildandi reglum þá mega 150 manns vera í hverju hólfi. Eftir helgina breytist sú tala í 300 manns. Enn er grímuskylda á þessa viðburði og verður áfram eftir helgina. Í þessum leik verða 200 miðar í boði samkvæmt tilkynningu frá KF og tvö hólf.

KF hefur byrjaði móti afar vel og sótti tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum. Þriðja umferðin hófst í gær og hafa öll liðin leikið þrjá leiki nema KF og Leiknir Fáskrúðsfirði sem mætast í dag kl. 14:00 á Ólafsfjarðarvelli. KF er auðvitað á toppnum og Leiknir eru neðstir eftir erfiða byrjun. Það má búast við að Leiknismenn gefi allt í leikinn til að koma sér á blað og má búast við jöfnum leik þrátt fyrir ólíka stöðu liðanna í deildinni fyrir þennan leik.

Með sigri getur KF náð 3ja stiga forystu í deildinni. Þeir eru til alls líklegir í sumar og með stuðningi áhorfenda er allt hægt. Það eru mörg góð lið í deildinni og mótið í fyrra sýndi hversu jöfn og erfið deildin er.

Leiknir skoraði tvö mörk gegn Haukum í síðustu umferð en töpuðu 2-5.  Leiknir tapaði í fyrstu umferð gegn ÍR 2-0 og eru því með markatöluna 2-7.

Leiknir féll úr Lengjudeildinni árið 2020 eftir skamma dvöl en liðið vann 2. deildinna árið 2019. Liðið er byggt upp af erlendum leikmönnum og ungum heimamönnum af Austfjörðum. Í síðasta leik þeirra voru fjórir erlendir leikmenn í  byrjunarliðinu og tveir á bekknum sem komu inná.

KF hefur skoraði 5 mörk í fyrstu tveimur leikjunum en fengið á sig 2 mörk. Allir framherjar liðsins hafa skorað og eru komnir í gang.

Hvetjum alla til að kaupa sér miða á völlinn og ársmiða. Stakur miði kostar 1500 kr.

Orðsending frá KF:

  • Tvö hólf verða á vellinum. Hólf A er stúkan (Gengið inn að norðan) Hólf B er grasbakki ofan við stúkuna(Gengið inn að sunnan) 200 miðar í boði.
  • Sér inngangur verður fyrir bæði hólf og númeruð sæti.
  • Hvetjum fólk til þess að mæta tímanlega.
  • Grímuskylda er á vellinum
  • Ársmiðahafar þurfa að koma að norðan verðu til þess að fá að komast inn á völlinn og fá kortin sín.
—————————————————————–

Þökkum aðalstyrktaraðilum fyrir veittan stuðning.

Siglufjarðar Apótek