Fimmtudaginn 19. september verður haldinn fyrsti fundur Fræðafélags Siglufjarðar. Fundurinn hefst kl. 17:00 á Sigló hótel á Siglufirði.
Þar mun ríða á vaðið Þórarinn Ævarsson, betur þekktur sem fyrrum framkvæmdastjóri IKEA. Þórarinn hefur látið til sín taka á hinum ýmsu sviðum og oftar en ekki farið ótroðnar slóðir. Yfirskrift erindis hans er “Gildi gagnrýnnar hugsunar”. Það verður spennandi að heyra hvað felst í því hugðarefni hjá Þórarni.
Allir eru velkomnir á fundinn.