Fyrsti bekkur á Dalvík á skíðaæfingu

Undanfarnar vikur hafa fyrstu bekkingar grunnskólanna í Dalvíkurbyggð nýtt íþróttatíma sína á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli með leikfimiskennurum og leiðbeinendum frá Skíðafélagi Dalvíkur. Verkefnið er samstarfsverkefni skíðafélagsins og skólanna í sveitarfélaginu.

Börnin hafa alls mætt í sex skipti og náð ótrúlegum árangri. Nánast allir eru orðnir lyftufærir og sjálfbjarga á barnasvæðinu.

1b-skidi2015Texti og mynd: Dalvik.is