Fyrsta tap KF í tvö ár á heimavelli í deild
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Þróttur frá Reykjavík mættust í dag á Ólafsfjarðarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu. Fyrir leikinn hafði KF ekki tapað á heimavelli í deildarkeppni síðan 25. júní 2011 en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði liðin sem sárvantar stig í baráttunni.
Völlurinn var blautur í dag og töluverður vindur og því aðstæður erfiðar. Þróttarar skoruðu eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 91. mínútu en þremur mínútum var bætt við leikinn. Markið skoraði Hlynur Hauksson og var þetta fyrsti leikur nýs þjálfara og því óska byrjun hjá Zoran Miljkovic. Þróttur er komið úr fallsæti og með 8 stig en KF er með 10 stig í níunda sæti.
Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.