Haldið  var upp á 85 ára afmæli KA í dag og framkvæmdir hófust með formlegum hætti við nýjan gervigrasvöll á félagssvæðinu, milli KA-heimilisins og Lundarskóla. Tveir KA-félagar með stórt félagshjarta, Siguróli Sigurðsson og Þormóður Einarsson, tóku fyrstu skóflustunguna að nýja grasvellinum að viðstöddu fjölmenni.

Hrefna G. Torfadóttir, formaður KA, sagði við þetta tækifæri að dagurinn væri stór í sögu félagsins og þakkaði hún Akureyrarbæ fyrir samstarfið við undirbúning að vellinum. Hrefna afhenti Eiríki Birni Björgvinssyni, bæjarstjóra, Hummel-knött, merktan KA, sem hún bað Eirík að varðveita á meðan á framkvæmdum myndi standa.

Strax eftir helgi verða stórvirkar vinnuvélar komnar á KA-svæðið til að grafa fyrir vellinum, en miðað er við að völlurinn sjálfur verði tilbúinn um miðjan júní.

KA Gervigras Mynd frá KA-sport.is

Heimild: www.ka-sport.is