Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Skemmtiferðaskipið Ocean Diamond kom til Siglufjarðar í morgun og er það fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins.  Skipið er á 10 daga siglingu um landið og stoppar á 9 stöðum og getur tekið 190 farþega. Á Norðurlandi er þetta Siglufjörður, Grímsey, Akureyri og Húsavík.  Siglingin byrjar svo og endar í Reykjavík.  Stoppað er í hálfan dag á Siglufirði og er Síldarminjasafnið meðal annars heimsótt. Skipið lagði af stað frá Reykjavík þann 16. maí og endar aftur í Reykjavík 25. maí. Alls er von á 35 skipakomum til Siglufjarðar í sumar sem er met.