Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins á Siglufirði

Á morgun,  þriðjudaginn 14. maí kemur fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins til Siglufjarðar.  Að þessu sinni er fyrsta skipið Ocean Diamond, en það hefur komið fjölmargar ferðir síðustu árin og fer það hringferð um landið með erlenda ferðamenn. Skipið mun stoppa á Siglufirði frá kl. 8:00-13:00 og verður með um 190 farþega.  Ferðin byrjaði í Reykjavík og endar einnig þar, en um er að ræða 10 daga siglingu sem kostar frá um 350.000 kr. á hverja manneskju. Skipið siglir einnig til Grímseyjar, Akureyrar og Húsavíkur á leið sinni um Norðurland.

Gert er ráð fyrir að skipið komi til Siglufjarðar í 11 skipti í sumar. Vefurinn mun fjalla um komu skipana í sumar og einnig er hægt að sjá allar heimsóknir skipana hér á vefnum.