Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur til Akureyrar á morgun, laugardaginn 17. maí . Skipið heitir Thomson Spirit og er með 1350 farþega auk áhafnar.

Í sumar koma 71 skemmtiferðaskip til Akureyrar með um 83.000 farþega auk áhafnar en þau voru 60 sumarið 2013. Næsta skip er væntanlegt til hafnar föstudaginn 30. maí en það nefnist Fram og kemur með 400 farþega og stoppar einnig í Grímsey.