Fyrsta skemmtiferðarskipið kom til Akureyar um helgina

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar um síðastliðna helgi. Skipið nefnist Celebrity Eclipse og voru alls um 3.000 farþegar um borð og um 1.200 manna áhöfn.  Í sumar koma 133 skemmtiferðaskip til Akureyrar en þau voru 123 sumarið 2017. Mikil aukning er í komu skipa til Grímseyjar í sumar og verða þau 35 en voru 26 síðastliðið sumar. Einnig koma tvö skip í Hrísey í sumar.