Fyrsta skemmtiferðaskipið í hátt í 40 ár lagðist að bryggju á Sauðárkróki 14. júlí síðastliðinn. Skipið sem kom til hafnar heitir Hanseatic Nature og voru um 180 ferðamenn um borð í skipinu sem áttu kost á því að skoða Skagafjörð. Þótti heimsóknin takast vel.
Þrjár skipakomur eru áætlaðar í viðbót á þessu sumri og ganga bóknir fyrir næstu ár vel.
Næstu skipakomur í sumar eru:
World Explorer – 29.07.22
Azamara Pursuit – 13.08.22
Azamara Pursuit – 19.08.22
