Fyrsta Rauðkumótaröðinni lokið í golfi

Fyrsta golfmótið í Rauðkumótaröðinni er lokið á Hólsvelli á Siglufirði. Keppendur fengu gott veður og mættu 12 kylfingar til leiks. Vallaraðstæður voru ekki eins og best verður á kosið og þurfti að notast við nokkrar vetrarflatir í þetta skiptið.
Úrslit urðu eftirfarandi:

  • 1. sæti Þröstur Ingólfsson með 17 punkta
  • 2. sæti Arnar Freyr Þrastarson með 16 punkta
  • 3. sæti Grétar Bragi Hallgrímsson með 16 punkta