Fyrsta mótsdegi á Pæjumóti lokið

Fyrstu leikirnir í 24. Pæjumótinu á Siglufirði hófust kl. 9 í morgun og síðustu leikirnir hófust um kl. 17.  KF stelpur í 6. flokki kvenna A1 riðils léku nokkra leiki í dag, en en þær gerðu eitt jafntefli og töpuðu þremur en skoruðu alls 9 mörk. Í 7. flokki kvenna í B1 riðli var KF með tvö lið, KF-G og KF 1. KF-G lék 4 leiki, unnu þrjá og töpuðu einum og skoruðu 14 mörk. Lið KF-1 lék líka 4 leiki, þær unnu einn leik og töpuðu þremur og skoruðu 6 mörk.

Í 7. flokki kvenna C-2 riðli var KF með liðið KF2, þær léku 4 leiki í dag, unnu tvo leiki og töpuðu tveimur, þær skoruðu 12 mörk.

Hægt er að sjá öll úrslit hér og stöðu í riðlum.