Fyrsta meistaramótinu lokið á Siglógolf

Meistaramóti Golfklúbbs Siglufjarðar lauk um síðustu helgi á Siglógolf á Siglufirði. Alls voru 13 sem tóku þátt í mótinu, en spilað var í þremur flokkum, 1.-2. flokki karla og 1. flokki kvenna, þar sem þrjár konur tóku þátt. Í 1. flokki karla voru sex keppendur. Í 2. flokki karla kepptu fjórir kylfingar úr GKS. Fyrstu 18 holurnar þurfti að spila frá þriðjudegi til föstudags, næstu 18 á laugardegi og síðustu 18 á sunnudeginum. Verðlaunaafhending var við nýja golfskálann í lok móts. Golfskálinn er nú langt kominn, búið er að glerja skálann en eftir á að setja upp innréttingar og gera ýmsan lokafrágang.

Dómarar voru þeir Arnar Freyr Þrastarson og Kári Arnar Kárason. Öll nánari úrslit má finna á golf.is.

Í 1. flokki karla var Jóhann Már Sigurbjörnsson með besta skorið og fór hringina þrjá á aðeins 203 höggum. Í 1. flokki kvenna var Ólína Þ. Guðjónsdóttir með besta skorið og var á 294 höggum. Í 2. flokki karla var Finnur Mar Ragnarsson með besta skorið og var á 267 höggum.

Þátttaka var nokkru meiri í ár en árið 2016, en þá voru aðeins 8 þátttakendur. Vinsældir vallarins eiga bara eftir að aukast og má búast við að fleiri sæki mótinu á næsta ári.