Fyrsta lota bólusetninga á Norðurlandi klárast í dag

Bólusetningar í fyrstu lotu hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands klárast í dag. Í Fjallabyggð var Hallfríður Nanna Franklínsdóttir fyrsti íbúinn til að fá bólusetningu gegn Covid. Hún er 104 ára og er íbúi á Hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði.

Frá þessu var fyrst grein á vef hsn.is og einnig á mbl.is.