Um síðastliðna helgi fór fram fyrsta Landsmót kvæðamanna á Siglufirði að frumkvæði kvæðamanna félagsins Rímu sem starfar á Siglufirði. Aðal driffjöðurin í starfi félagsins er Guðrún Ingimundardóttir og var hún helsti skipuleggjandi mótsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Ljóðaseturs Íslands.
Þar segir einnig að mótið hafi lukkast vel, fulltrúar frá sex kvæðamannafélögum hafi sótt mótið, setið námskeið og kveðið saman alla helgina. Guðrún Ingimundardóttir var kjörin fyrsti formaður sambandsins.
Nánar um þetta má lesa hér.
Heimild: www.ljodasetur.123.is