Fyrsta formlega gönguskíðaspor vetrarins hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar er nú komið, en það er um 300 metrar á lengd og er skammt frá Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði.

Nú er bara að ná í gönguskíðin og nýta þetta spor næstu daga.