Fyrsta gönguferð Ferðafélags Trölla

Ferðafélagið Trölli í Ólafsfirði er með afar metnaðarfulla dagskrá í sumar. Fyrsta gangan verður þriðjudaginn 18. maí þegar gengið verður á Garðshyrnu í Ólafsfirði, en hisst veðrur við ÚÍÓ húsið við Ólafsfjarðarvöll kl. 17:17.

Þann 25. maí verður gengið Lágheiðina og 29. maí á Múlakollu. Þá er stefnt á 6 gönguferðir í júní og heila gönguviku í júlí frá 12.-18. júlí.

Myndlýsing ekki til staðar.

Verðskrá:

Árskort kr. 22.000.-
Hjón kr. 20.000,- pr. á mann.

Stakar göngur, virka daga kr. 2.000.-
Helgar göngur kr. 3.500.-

Gönguvika 12. – 18. júlí
Kr. 15.000.