Golfklúbbur Fjallabyggðar verður með fyrsta golfmót sumarsins á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði, föstudaginn 1. júní. Mótið heitir Sjóarasveifla og verður ræst út frá öllum teigum kl. 17:00 á föstudaginn. Mótið er punktakeppni með forgjöf í opnum flokki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Lágmarksfjöldi í mótið er 20 manns, og nú þegar hafa 5 skráð sig.