Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var á Siglufirði í gær en það var skipið Sea Spirit sem kom með 114 farþega en áhöfnin er alls 72 manns í þessu litla skipi. Skipið kom kl. 7:00 að morgni og fór aftur kl. 14:00. Farþegar heimsóttu meðal annars Sídarminjasafnið og var sett upp söltunarsýning að hætti hússins þar, sem er vinsæll viðburður fyrir erlenda gesti.

Sea Spirit fór í framhaldinu til Grímseyjar í gær en er á Akureyri í dag.

Í sumar er von á 29 farþegaskipum til hafnar á Siglufirði, en alls eru það 16 skip sem koma sum oftar en einu sinni yfir vertíðina.

Sea Spirit kemur aftur 13. maí til Siglufjarðar samkvæmt áætlun og stoppar yfir nótt.