Fyrsta barn ársins kom frá Fjallabyggð

Fyrsta barn ársins er stúlku þeirra Ásgeirs Frímannssonar og Elfu Sif Kristjánsdóttur, en þau eru búsett í Ólafsfirði. Stúlkan fæddist skömmu eftir miðnætti, er þau voru á leið með sjúkrabíl til Akureyrar frá Fjallabyggð þegar barnið fæddist. Barnið fæddist tveimur vikum fyrir tímann og heilsast móður og barni vel. Elfa Sif er frá Siglufirði en Ásgeir er frá Ólafsfirði.

Mbl.is og visir.is greindu fyrst frá þessu.

Mynd með fréttinni tók Guðný Ágústsdóttir.