Fyrsta æfingin hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar

Í dag miðvikudaginn 19. september var fyrsta æfing hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar í haust. Æfingar verða inni í íþróttahúsinu á Ólafsfirði einu sinni í viku og yngri hópur verður svo líka á æfingum á laugardögum. Eldri hópur verður með skipulagðar fjórar æfingar í viku. Allir eru boðnir velkomnir og hlakkar klúbburinn til vinna með öllum í vetur.

Yngri hópur:

  • Miðvikudaga kl. 16:30 – 18:00   Íþróttasalur
  • Laugardaga kl. 11:00 – 12:30   Mæting við íþróttahús

 

Eldri hópur:

  • Þriðjudaga    kl. 17:00               Mæting við íþróttahús
  • Miðvikudaga kl. 16:30 – 18:00   Íþróttasalur
  • Fimmtudaga kl. 17:00                Mæting við íþróttahús
  • Laugardaga kl. 12:30                Mæting við íþróttahús

 

Þjálfari er Kristján Hauksson, s: 892-0774