Atvinnutækifæri sem tengjast höfnum

14. nóvember 2013

Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar boðar til fyrirtækjaþings í Bergi Menningarhúsi, fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 16:00-18:00. Yfirskrift þingsins er; Atvinnutækifæri sem tengjast höfnum.
Markmiðið er að fara yfir og efna til umræðu um þau fjölmörgu tækifæri sem hafnir sveitarfélagsins skapa. Hver eru helstu sóknarfærin og hvernig er hægt að gera sem mest úr þeim.

Dagskrá þingsins:
• Hafskipakantur og skipulagsmál við Dalvíkurhöfn
• Hvernig á að efla fiskihafnir sveitarfélagsins ? Hvaða þarf til?
• Ferðaþjónusta; almenn þróun greinarinnar, fjölgun ferðamanna, hafnarsvæði og ferðamenn.

Eftir hvert erindi verður umræða í hópum þar sem fundargestum gefst tækifæri til að koma sínum skoðunum, sjónarmiðum og hugmyndum á framfæri.

Allir eru velkomnir!