Fyrirtækjamót í strandblaki á Siglufirði

Laugardaginn 3. júní hefst fyrirtækjamót í strandblaki á vellinum við Rauðku á Siglufirði. Fjölmörg fyrirtæki eða 32 talsins taka þátt á mótinu en mótið er liður í fjármögnun á viðhaldi vallarins. Sum fyrirtæki útnefna leikmenn til að spila fyrir sig á meðan það verður dregið úr blakspilurum hverjir spila fyrir önnur fyrirtæki.
Leikirnir hefjast kl. 15:00 og verður spilað fram að kvöldmat. Reiknað er svo með að mótið klárist á mánudaginn en sigurliðið mun hljóta eignar- og farandbikar en í fyrra var það Arion Banki sem sigraði Weyergans Studió í úrslitaleik.
Á morgun munu fara fram 32 liða úrslit, þ.e. öll fyrirtækin munu keppa en sigurliðið fer áfram í næstu umferð á meðan tapliðið dettur úr leik. Eftirtalin fyrirtæki mætast á morgun í 32 liða úrslitum:

 • Torgið – Vélaleiga Sölva SR – FRIDA kaffihús
 • Fiskkompaníið – Olís Berg – Snyrtistofa Hönnu
 • Raffó – Rammi Skíðasvæðið – ÓHK Trésmíði
 • Premium – Sigló Hótel Aðalbakarí – KLM
 • Primex – Málaraverkstæðið Símverk – Siglunes Guesthouse
 • Höllin – Hrímnir Spikk & Span – Hjarta bæjarins
 • Siglósport – Norcon Fjallabyggð – Arion Banki
 • Hárgreiðslustofa Sillu – Siglufjarðar Apótek Weyergans – Jón Heimir málarameistari

  Hvetjum bæjarbúa til að kíkja á völlinn og styðja sitt fyrirtæki og vilja aðstandendur mótsins nota tækifærið og þakka fyrirtækjum fyrir stuðninginn.
  Með kveðju, Strandblaksnefnd BF.