Fyrirtækin í Fjallabyggð – Hannes Boy

Nokkur ný fyrirtæki hafa sprottið upp í Fjallabyggð síðastliðin ár. Mörg þeirra byggja á sögu sveitarfélagsins og hafa lagt mikinn metnað í uppbyggingu á svæðinu. Veitingastaðurinn Hannes Boy stendur við höfnina á Siglufirði, hann verður 5 ára næsta vor, en það opnaði fimmtudaginn 27. maí 2010. Í október sama ár opnuðu Héðinsfjarðargöngin.  Innhússarkitektinn og Siglfirðingurinn Elín Þorsteinsdóttir hannaði innréttingar staðarins með því sjónarmiði að fanga andblæ liðins tíma og sögu bæjarins. Staðurinn er klæddur með panil og borð og stólar eru úr tunnustöfum,  stigaveggur er klæddur með stuðlabergi sem kemur úr fjörunni á Skagaströnd. Hannes Boy sækir innblástur frá smábátahöfninni, sjómönnum og síldarárunum. Hönnuður utan húss er Jón Steinar Ragnarsson, sem einnig hefur hannað á Siglufirði; Kaffi Rauðku, Bláa húsið, Hótel Sigló, Genís verksmiðjuna, gamla Ísafoldarhúsið og fleira.

facebook_1418196041869

Hannes Boy er í eigu Rauðku ehf. sem er einkahlutafélag á Siglufirði, sem hefur einsett sér að vera leiðandi þjónustufyrirtæki á svæðinu. Má segja að Hannes Boy hafi verið með fyrstu verkefnum félagsins á Siglufirði, en ári síðar opnaði Kaffi Rauðka, og næsta sumar opnar Hótel Sigló. Húsið er skráð á Gránugötu 25, byggt árið 1956 og er 226 fm. á stærð.

Nafnið Hannes Boy er komið af látnum sjómanni frá Siglufirði.  Rúm tvö ár tók að gera upp húsið en þar var áður fiskvinnsla, en hafði staðið autt í mörg ár áður en framkvæmdir hófust.  Einstaklega vel heppnað verkefni, og óhætt að mæla með þessum frábæra veitingastað.

hannes-boy1
Mynd úr safni Rauðku ehf. www.raudka.is/is/gallery/
raudkutorg-1
Mynd úr safni Rauðku ehf. www.raudka.is/is/gallery/
SL372394
Mynd: Héðinsfjörður.is / Magnús Rúnar Magnússon