Fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu kaupa íbúðir í Gagganum

Búið er að selja 9 íbúðir í gamla gagnfræðiskólanum á Siglufirði, Hlíðarvegi 18-20 sem hefur verið breytt í fjölbýlishús. Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér íbúð í húsinu en nú eru einungis 6 íbúðir eftir til sölu. Við fengum svör við nokkrum spurningum frá Þresti Þórhallssyni, eiganda hússins.
Hvernig miðar framkvæmdum áfram í húsinu?
Framkvæmdir við húsið hafa gengið vel og húsið er fullbúið að utan og margar íbúðir einnig fullbúnar.  Nokkrar af þeim íbúðum sem eru óseldar eru tilbúnar til innréttinga og kaupendur geta fengið þær afhentar þannig.
Hverjir eru kaupendur íbúðanna?
Kaupendur eru flestir fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu sem vilja nota íbúðirnar allt árið um kring sem orlofsíbúðir. Nefna má að Hjúkurunarfélag Íslands mun nýta eina íbúð bæði yfir sumar og vetur sem orlofsíbúð.  Það er ljóst að salan á íbúðunum þýðir þó nokkra fjölgun nýrra íbúa á Siglufirði allt árið um kring sem ætti að þýða meiri umsvif og veltu hjá mörgum aðilum í bænum. 
Hvenær verður hægt að skoða íbúðirnar næst?
Opið hús verður í Gagganum um páskana alla daga frá föstudeginum langa fram á Páskadag frá kl: 12:00 – 13:00 Allir velkomnir. Einnig er hægt að fá að skoða húsið eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir geta haft samband við Þröst í síma 897-0634.