Fyrirlesturinn Kjaftað um kynlíf í Menningarhúsinu Tjarnarborg

Opinn foreldrafundur verður þriðjudaginn 10. febrúar næstkomandi kl. 20.00 í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði.  Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Kjaftað um kynlíf.   Fyrirlesturinn er fyrir fullorðna og fjallar um hvernig megi ræða við börn og unglinga um kynlíf.

Fyrirlesari er Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur. Fyrirspurnir og spjall að fyrirlestri loknum.  Foreldrafundurinn er samstarfsverkefni Foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar, skólaráðs og grunnskólans.

medium_untitled