Hádegisfyrirlestur í Bergi á Dalvík verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl kl. 12:15. Fyrirlesturinn er helgaður 70 ára afmæli Leikfélags Dalvíkur. Sýndar verða ljósmyndir frá leiksýningum félagsins sem áhugahópur um gamlar ljósmyndir hefur unnið með í vetur á skjalasafninu og 4 félagar úr Leikfélagi Dalvíkur segja frá reynslu sinni af starfi í leikfélaginu. Þeir sem segja frá eru: Jóhann Antonsson, Lovísa María Sigurgeirsdóttir, Kristján Hjartarson og Kristján Guðmundsson. Allir eru velkomnir.