Fyrirlestur um kvíða barna og unglinga í Bergi

Fræðslusvið og félagsþjónusta Dalvíkurbyggðar munu bjóða íbúum sem og foreldrum og forráðamönnum barna í Dalvíkurbyggð á fyrirlestur um kvíða barna og unglinga fimmtudaginn 19. janúar 2017 – kl: 20:00-21:00 í Menningarhúsinu Bergi.  Hjalti Jónsson frá Sálfræðiþjónustu Norðurlands fer yfir birtingarmynd kvíða hjá börnum og unglingum og hvenær foreldrar þurfa að leita aðstoðar sérfræðings.  Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir frá Hugarfrelsi kynna einfaldar og gagnlegar aðferðir sem foreldrar geta nýtt með börnum sínum þegar kvíði og vanlíðan er ekki farin að stjórna lífi þeirra.