Fyrirlestur í Siglufjarðarkirkju um sorg og sorgarviðbrögð

Fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð

“… snaran þátt af sjálfum mér” nefnist fyrirlestur um sorg og sorgarviðbrögð sem haldinn verður í Siglufjarðarkirkju mánudaginn 16. apríl kl. 20:00. Fyrirlesari er sr. Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslumála á Biskupsstofu og formaður Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík. Öll mætum við sorg og harmi í lífi okkar. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ferli sorgarinnar, gerð grein fyrir þeim tilfinningum sem upp geta komið og úrvinnslu þeirra. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Sóknarnefndir og sóknarprestar í Hríseyjar-, Dalvíkur-, Ólafsfjarðar- og Siglufjarðarprestaköllum standa fyrir erindinu.

Heimild og texti: Kirkjan.is