Fyrirlestur fyrir foreldra í Fjallabyggð

Hjalti Jónsson frá Sálfræðistofu Norðurlands heldur fyrirlestur fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama í Grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg í Ólafsfirði, þriðjudaginn 10. apríl kl. 17.30.
Fyrirlesturinn fjallar um kvíða, depurð og fylgikvilla hjá börnum og unglingum. Tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn til að þekkja einkenni og öðlast þekkingu til að hjálpa börnunum sínum að takast á við kvíða, depurð og lágt sjálfsmat. Fræðslan byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar.
Hvetjum alla til að mæta á fræðsluna þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar.
Texti: Aðend fréttatilkynning.