Sunnudagskaffi með skapandi fólki er nafn á fyrirlestrarröð sem hefur göngu sína í Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi sunnudag.  Sigríður María Róbertsdóttir framkvæmdastjóri Sigló Hótel verður með fyrsta erindið sem fjallar um uppbyggingu hjá Rauðku í ferðaþjónustu. Viðburðurinn hefst kl.15:30 og stendur til kl. 16:30.

Frá árinu 2010 hefur Rauðka verið áberandi í uppbyggingu ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljóss síðan þá með tilkomu Hannes Boy, Kaffi Rauðku, iðnaðareldhúss og nú síðast Sigló Hótels. Í dag starfa 25 manns hjá Rauðku/Sigló Hótel á heilsársgrunni. Frá árinu 2011 hefur Sigríður María gegnt stöðu framkvæmdastjóra Rauðku í viðamikilli uppbyggingu félagsins í ferðaþjónustu á Siglufirði.

Kaffi á könnunni og allir velkomnir.

allinn