Fyrirhugað að setja upp upplýsingaskjái í Fjallabyggð

Í Fjallabyggð er fyrirhugað að setja upp upplýsingaskjái sem staðsettir yrðu í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hins vegar á Bókasafninu á Siglufirði.  Áætlaður kostnaður er um 1.1 m.kr.  en um er ar ræða 42″ sjónvörp  sem yrðu tengd við tölvu og á gólfstandi sem myndi miðla upplýsingum til bæjarbúa og annarra gesta.