Fundur um flugmál á Akureyri

Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Akureyri þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.

Dagskrá fundarins:

  • An analysis of European markets – Wietse Dijkstra
  • Kynning á niðurstöðum könnunar á heimamarkaði – Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson
  • Uppbyggingu á Akureyrarflugvelli – Sigrún Björk Jakobsdóttir

Að loknum erindum verður opið fyrir fyrirspurnir.

Fundurinn verður rafrænn á Zoom. Fundurinn er öllum opinn, en nauðsynlegt er að skrá sig hér. https://www.northiceland.is/is/moya/formbuilder/index/index/fundur-um-flugmal-16-februar

Að lokinni skráningu fá þátttakendur sendan hlekk á fundinn í tölvupósti. Mælt er með því að forritið sé sótt og sett upp fyrir fundinn.

Allir eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðunum.