Fundur um ferðaþjónustu á Skagaströnd
Fundur um ferðaþjónustu verður haldinn á Borginni á Skagaströnd, miðvikudaginn 11. maí næstkomandi kl. 17:15.
Dagskrá :
- Fulltrúar Hólanes ehf kynna áform um byggingu hótels á Skagaströnd
- Formaður Ferðamálafélags A- Hún segir frá starfsemi félagsins og metur stöðu ferðamála í nágrenni Skagastrandar.
- Markaðsfulltrúi SSNV mun fjalla um markaðssetningu í ferðaþjónustu
- Fyrirspurnir og umræður
Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu eða standa í slíkum rekstri eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. Gert er ráð fyrir að fundurinn taki ekki meira en 60 mínútur.