Fundir um stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð bjóða bæjarbúum til fundar um stefnuskrá flokksins fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.  Á fundinum gefst bæjarbúum tækifæri til að koma sínum hugmyndum á framfæri, hafa áhrif og ræða málin.

Fundirnir verða haldnir í menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, laugardaginn 28. apríl kl. 10:30 og í Ráðhúsi Fjallabyggðar á Siglufirði, mánudaginn 30. apríl kl. 19:30.

Heitt á könnunni, allir hjartanlega velkomnir.