Fullt hús hjá Siglfirðingafélaginu í Bláa húsinu

Siglfirðingafélagið bauð upp á dagskrá í Bláa húsinu á Siglufirði í gær í tilefni af 100 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar. Þar var boðið upp á kynningu dagskrárefnis, sem var með þemað „Húsin í bænum“ þar sem sýndar voru á risatjaldi teiknaðar myndir eftir Braga Magnússon, hús sem mörg hver eru horfin; rifin eða brunnin. Þá var sýnd kvikmynd þar sem uppistaðan var andlitin í bænum, klippur frá ýmsum sem voru með upptökumyndavélar á lofti á sjötta áratugnum.

Að lokum afhenti Alli Rúts (Albert Sigurðsson) sem gaf út bók á síðastliðnu ári, brot æviminninga sinna. Þar var prentað á forsíðu bókarinnar að Félag Eldri borgara á Siglufirði fengi 1.000,- krónur af hverju seldu eintaki. Í gær færði hann formanni félagsins, Ingvari Guðmundssyni og gjaldkeranum Björgu Friðriksdóttur, peningagjöf, alls 500.000 þúsund krónur.