Yfir sumartímann þá eru knattspyrnumót hjá yngri flokkum Knattspyrnufélags Fjallabyggðar nánast um hverja helgi ásamt því að 3.- 5. flokkur spilar reglulega Íslandsmótsleiki.  KF og Dalvík eru í samstarfi með yngri flokka félaganna.
  • Helgina 10.-11.júní fór fram Setmót 6.flokks (yngra ár) hjá strákum á Selfossi. KF/Dalvík sendi þrjú liði til leiks sem öll stóðu sig ótrúlega vel.
  • Dagana 15.-17.júní fór fram TM mót stúlkna í 5.flokk í Eyjum. KF/Dalvík sendi tvö lið til leiks.
  • Helgina 23.-25.júní fór fram Norðurálsmótið á Akranesi og sendi KF eitt lið til leiks í 7.flokki drengja.
  • Loks fór fram ÓB-mót stúlkna í 6.flokki á Sauðárkróki helgina 24.-25.júní. KF/Dalvík sendi tvö lið til leiks.
Á öllum þessum mótum stóðu iðkendur sig frábærlega innan vallar sem utan, upplifðu sigra jafnt sem töp og eignuðust minningar.
Fréttasíða yngri flokka KF greindi fyrst frá þessu ásamt mynd.