Fuglaskoðunarferð í Fjallabyggð miðvikudaginn 30. maí

Árleg fuglaskoðunarferð Ferðafélags Siglufjarðar, þar sem fuglalífið verður skoðað með kunnáttumönnum verður farin miðvikudaginn 30. maí.

Gengið verður frá Saurbæjarás, norður Ráeyri og út að rústum Evangersverksmiðju. Þátttakendur eru hvattir til að vera vel skóaðir og hafa með kíki og greiningarbækur ef þeir eiga, og kjörið að hafa með sér nesti.

Verð: 500 kr. Göngutími 2-3 klst.

Brottför klukkan 20 frá Saurbæjarás (bílastæði norðan við kirkjugarðinn).