Fuglaskoðun á Siglufirði

Krakkarnir í fimmta bekk í Grunnskóla Fjallabyggðar fóru nýlega í stutta skoðunarferð til að skoða vorfuglana á Siglufirði.  Krakkarnir mættu með kíki til að skoða fuglana við Langeyrartjörn á Siglufirði.  Líflegt var í firðinum, lóuþrælar, tjaldar, skúfendur, toppendur, stokkendur, lóur og síðast en ekki síst var jaðrakaninn áberandi. Einn sást sem var með litamerki og var það mikill fengur fyrir krakkana, því að bekkurinn hefur verið að læra um þá og ferðir þeirra frá Írlandi til varpstöðva á Íslandi.