Frumvarp um einkarétt á póstþjónustu

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu sem m.a. fela í sér innleiðingu á tilskipun Evrópuráðsins nr. 6/2008 um afnám einkaréttar á póstþjónustu. Umsagnarfrestur er til og með 21. júní nk.

Með frumvarpinu er m.a. lagt til að einkaréttur ríkisins á póstþjónustu, þ.e. bréfum undir 50 g, verði afnuminn og gerð grein fyrir inntaki alþjónustu. Sú leið sem lögð er til í frumvarpinu við að tryggja öllum landsmönnum lágmarkspóstþjónustu á hverjum tíma, svokölluð alþjónusta, miðar að því að póst­þjónusta verði veitt á markaðslegum forsendum. Reynist það ekki kleift verði alþjónustan eigi að síður tryggð með þjónustusamningi, útboðsleið eða með því að útnefna alþjónustuveit­anda.

Ísland hefur fyrir tilstilli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið innleitt tilskipanir og reglugerðir Evrópusam­bandsins er varða póstþjónustu frá árinu 1997 og 2002, fyrst á árinu 1998 og síðan á árunum 2003 og 2005. Þriðja pósttilskipun Evrópusambandsins, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/6/EB, sem nú er innleidd kveður á um afnám einkaréttar og opnun póstmarkaðar.

Umsagnir er unnt að senda í gegnum samráðsgátt stjórnvalda eða á netfangið srn@srn.is.

Heimild: stjornarrad.is