Frumleg dróna ljósmyndasýning opnaði á Torginu á Siglufirði
Ljósmyndasýningin “Að Ofan” opnaði formlega í dag á veitingahúsinu Torginu á Siglufirði. Á sýningunni má sjá drónamyndir frá Siglufirði á óhefðbundinn hátt sem Ingvar Erlingsson tók. Um að ræða fyrstu einkasýningu Ingvars. Talið er að um 100 manns hafi mætt á opnunina í dag.
Verkin munu standa í að minnsta kosti eitt ár á Torginu samkvæmt upplýsingum frá Ingvari. Myndirnar eru sýnilegar á borðum og veggjum og eru þær plastaðar vandlega á borðin.
Fleiri myndir eftir Ingvar má finna á fésbókinni og Instagram.
