Frostrósir spila í Varmahlíð 18. desember

Hringferð Frostrósa um landið verður viðameiri en nokkru sinni fyrr í tilefni 10 ára afmælisins. Glæsilegir jólatónleikar Frostrósa verða að vanda settir upp í hátíðlegri og veglegri umgjörð um land allt. Tónleikastaðir verða 13 talsins og nú geta allir landsmenn sótt jólatónleika Frostrósa í heimabyggð eða næsta nágrenni.

Flytjendur í Hringferð Frostrósa um landið eru: Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Hera Björk, Margrét Eir og Vala Guðna. Með þeim syngja barna- og unglingakórar og félagar úr Stórhljómsveit Frostrósa leika undir stjórn Karls O. Olgeirssonar.

Frostrósir fljúga hringinn kringum landið og færa landsmönnum jólin 29. nóvember til 21. desember.

Fyrir íbúa á Tröllaskaga þá munu Frostrósir spila í Miðgarði í Varmahlíð sunnudaginn 18. desember kl. 21. Miðaverð er 4990 kr. og fást miðar á www.midi.is

Af álfum – Frostrósir 10 ára from Frostrósir Frostroses on Vimeo.

Eiríkur Hauksson og Ragnar Bjarnason from Frostrósir Frostroses on Vimeo.