Frjálsíþróttadeild Tindastóls býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa.  Haustæfingar hefjast 1. október og standa til 31. janúar 2019.  Í frjálsum íþróttum er lögð áhersla á að þjálfa bæði snerpu og úthald. Frjálsar geta því hentað vel með öðrum íþróttum.

Æfingar, æfingatímar og þjálfarar

Í yngsta hópunum 6-9 ára er lögð áhersla á leik og fjölbreyttar æfingar sem veita góðan grunn fyrir frekari frjálsíþróttaþjálfun eða iðkun annarra íþrótta.

  • Þriðjudagar kl.13:15 – 14:00
  • Föstudagar kl. 14:00 – 14:45
  • Þjálfari Daníel Þórarinsson

Í eldri hópum 10-13 ára verður sérhæfingin meiri, farið er að æfa markvisst einstakar greinar innan frjálsra íþrótta, þ.e. hlaup, köst og stökk.

  • Mánudagar kl.16:10 – 17:50
  • Miðvikudagar kl. 17:50 – 19:30
  • Þjálfari Gestur Sigurjónsson

Í unglingahópum 14-18 ára verður sérhæfingin enn meiri og við 19+ ára verður sérhæfingin ennþá meiri en þá hafa flestir valið sér ákveðna grein eða greinar innan frjálsíþrótta.

  • Mánudagar kl. 18:30 – 21:00 Íþróttavöllur / Reiðhöll / Þreksalur
  • Þriðjudagar kl. 17:00 – 18:30 Varmahlíð
  • Miðvikudagar kl. 17:50 – 19:30 Íþróttavöllur / Íþróttahús
  • Fimmtudagar kl. 18:00 – 19:30 Íþróttavöllur / Þreksalur
  • Föstudagar kl. 18:15 – 20:00 Íþróttavöllur / Reiðhöll
  • Þjálfari Sigurður Arnar Björnsson

Allir mega koma og prófa áður en gengið er frá skráningu.