Frjálsíþróttamaður er Íþróttamaður Skagafjarðar 2017

Íþróttamaður Skagafjarðar UMSS 2017 var valinn við hátíðlega athöfn í gærkvöld, en í þetta sinn hlaut frjálsíþróttamaðurinn Ísak Óli Traustason frá Tindastól titillinn, lið ársins hlaut meistaraflokkur kvenna hjá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS) og þjálfari ársins hlaut Israel Martin hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls.  Þá var UMF Tindastóll einnig með viðurkenningu fyrir íþróttamann Tindastóls 2017 og hlaut Pétur Rúnar Birgisson, körfuknattleiksmaður þann titil.
Einnig var ungu og efnilegu íþróttafólki í Skagafirði veittar viðurkenningar. Nokkur fjöldi þeirra var fjarverandi, en æfingabúðir landsliðsverkefna hjá KKÍ, KSÍ og SKÍ standa yfir dagana milli jóla og nýs árs.

Myndir: skagafjörður.is